Dagskrá 16. - 18. mars

Íslandsmót iðn- og verkgreina 
& framhaldsskólakynning 16. – 18. mars í Laugardalshöll

Við eigum von á rúmlega 7000 9. - 10. bekkingum í heimsókn 16. og 17. mars. Það verður aldeilis líf og fjör í Höllinni þá!
Ekki verður minna fjör á laugardeginum 18.3. en þá er FJÖLSKYLDUDAGUR frá kl. 10-14. Ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta og sjá lokahandtökin hjá keppendum og hvað þeir hafa verið að vinna að. Prófa að fikta við skemmtileg verkefni, fá að smakka og skoða fjölbreytt námsframboð framhaldsskóla landsins.

Fimmtudagur 16. mars 
kl. 08:30 Keppni á Íslandsmóti hefst 
 kl. 09:00 Framhaldsskólakynning hefst og "Prófaðu" básar opna
kl. 13:00 Opnunarhátíð 
kl. 15:00 Framhaldsskólakynning lokar
kl. 16:00 Keppni á Íslandsmóti frestað til morguns

Föstudagur 17. mars 
kl. 08:30 Keppni á Íslandsmóti heldur áfram
kl. 09:00 Framhaldsskólakynning hefst og "Prófaðu" básar opna
kl. 15:00 Framhaldsskólakynning lokar
kl. 16:00 Keppni á Íslandsmóti frestað til morguns

Laugardagur 18. mars. 
kl. 09:00 Keppni á Íslandsmóti heldur áfram
kl. 10:00 Fjölskyldudagur – Frítt inn fyrir alla. 
Framhaldsskólakynning og "Prófaðu" básar. Team Spark og fleira skemmtilegt 
kl. 12:00 Keppni á Íslandsmóti lýkur
kl. 14:00 Kynningu lýkur og hús lokar
kl. 14:00 Skemmtidagskrá 
kl. 14:30 Lokahátíð og verðlaunafhending